Dominio Romano Camino Romano 2014
5star
camino-romano_high-res_nv

Vinotek segir; 5star

Cusine-fjölskyldan, einhverjir mestu Íslandsvinir Spánar, sem rekur eitt besta vínhús Katalóníu, Pares Balta hefur á síðustu árum verið að færa út kvíarnar með því að stofna lítil vínhús í Priorat (Gratavinum) og Ribera del Duero (Dominio Romano). Líkt og annað sem Cusine-fjölskyldan kemur nálægt er þetta lífrænt og vandað í hæsta gæðaflokki. Dökkt og þykkt vín, þarna eru krækiber, sólber, töluverð jörð, vínið er nokkuð míneralískt, mikið um sig, kröftugt og ungt, þetta er vín til umhellingar, en þó eru þetta mjúk tannín þó þau séu öflug. Vín fyrir rautt kjöt, naut, lamb og þess vegna hreindýr. 2.999 krónur. Alveg frábær kaup. Hálf auka stjarna fyrir frábært hlutfall verðs og gæða.

 

Víngarðurinn Vín og Fleira segir; fjoraroghalf

Margir eiga að kannast við víngerðina Parés Balta í Penédes en Dominio Romano kallast víngerð fjöskyldunnar í Ribera del Duero og þar er þetta frábæra, lífræna vín gert. Árgangurinn 2014 hefur greinilega verið afbragðsgóður í Ribera því nú streyma til landsins flöskur af honum og eru þau að mínu viti mun heilsteyptari og flottari en td árgangurinn 2013. Þetta vín er að öllu leyti úr þrúgunni Tinto Fino og hefur rétt ríflega meðaldjúp…an, kirsuberjarauðan lit. Það hefur unga og þétta angan sem er ögn lokuð í upphafi en það borgar sig margfalt að umhella þessu víni nokkrum klukkustundum fyrir neyslu og þá birtast glefsur einsog bróm- og krækiber, jörð, kirsuber, þurrkaður appelsínubörkur, vanilla og minta. Mjög dökkur og stílhreinn ilmur. Í munni er það þurrt og þétt með dimma og jarðbundna tengingu, töluverð (en þó póleruð) tannín og mikla lengd. Þarna má greina krækiber, brómber, dökkt súkkulaði, jörð, eikartunnur og þurrkaður appelsínubörkur. Sérlega flott og vel byggt matarvín sem virkar dálítið til baka, svona beint uppúr flöskunni en lifnar snarlega þegar það fær matinn með sér. Það er gaman að bera þessi tvö vín frá Ribera del Duero saman. Hito 2014 er mjúkt og lárétt meðan að Camino Romano er hásreyst og lóðrétt. Hafið með bragðmiklum kjötréttum, lambi og nauti. Þetta vín var sennilega það besta sem ég hef fengið með Osso Buco um dagana, að öðrum ólöstuðum. Verð kr. 2.999.- Frábær kaup.

Share Post