Hin sanna jólastjarna meðal jólabjóra

Aðventan er handan hornsins og það þýðir aðeins eitt; að það eru bara fjórar helgar í jólin! Öll förum við inn í desembermánuð með það fyrir augum að gera jólahátíðina eftirminnilega og það veit hamingjan að við leggjum flest öll ýmislegt á okkur til að svo verði. En við vitum líka að það að gera hvunndaginn að tyllidegi kallar yfirleitt á svolitla fyrirhöfn, svolítinn eldmóð og þó nokkra umhyggju. Jólahátíðin kemur ekki alveg af sjálfu sér en hún er alltaf þess virði. Það fannst líka bruggmeistara nokkrum að nafni Sébastien Artois.

sa_global_holiday_holidaygiftstill_exportedholidaysa_global_holiday_barcartstill_exportedholiday

 

Artois, sem var sannkallaður meistarabruggari og var uppi á fyrri hluta 18. aldar, stofnaði Brouwerij Artois (Brugghús Artois) árið 1717 í belgísku borginni Leuven. Það var þó ekki fyrr en löngu eftir hans dag, eða árið 1926, að brugghúsið, sem enn bar nafn hins merka bruggmeistara, setti á markað sérstakan jólabjór sem átti að endurspegla hátíðleika og góðar stundir jólanna. Þannig átti bjórinn að ríma við besta tíma ársins þegar engu er til sparað og samverustundirnar verða að eftirminnilegum augnablikum.

Brugghúsið nefndi bjórinn eftir sjálfri jólastjörnunni annars vegar og sjálfum Sébastien Artois hins vegar. Og þar sem orðið “stjarna” er “stella” á latínu varð úr að bjórinn fékk nafnið Stella Artois. Upphaflega var bjórinn, eðli máls samkvæmt, eingöngu seldur í kringum jólahátíðina, en sælkerar sóttu svo stíft í bjórinn að fljótlega var brugghúsinu ekki stætt á öðru en að bjóða hann allan ársins hring. Bjórinn sem var búinn til fyrir jólin hefur því glatt sælkera og bjórunnendur allar götur síðan.

sa_global_holiday_dessertstill_exportedholidaysa_global_holiday_holidaydinnerstill_exportedholiday

 

Bjórinn var bruggaður af geysilegum metnaði fyrir sinn tíma og vonaðist fyrirtækið að gæði hans yrðu til að gera góðar veislur enn betri; handverkið að baki bjórnum átti að blása gestgjöfum hvarvetna samskonar metnað í brjóst þegar þeir byðu gestum heim. Enn þann dag í dag leggur framleiðandi Stella Artois upp með sama markmið og hvetur viðskiptavini sína til að efna til skemmtilegra mannfagnaða í jólamánuðinum og halda þannig á lofti hinu forna uppleggi hins upprunalega jólabjórs. Hefðin að baki Stella Artois stendur líka á býsna gömlum grunni því Brouwerij Artois, brugghús Sébastien Artois, var byggt á brugghúsinu Den Hoorn sem hafði starfað frá árinu 1366. Brugghefð hússins var því þegar orðin margra alda gömul þegar Sébastien tekur við taumunum árið 1717.

Það er við hæfi þegar aðventan gengur í garð að njóta Stellu Artois með sem hátíðlegustum hætti og í því sambandi má minna á að bjórinn fæst nú í takmarkaðan tíma í 6 flösku gjafapakkningu ásamt 1 stk jóla-kaleik en í honum má njóta bjórsins sérstaklega vel enda glasið sérhannað fyrir Stella Artois. Þar finnst glögglega hvernig frískleiki og fylling mætast í bjórnum og gæla við skilningarvitin. Og hvað er betur til þess fallið en sjálfur jólastjörnubjórinn til að gera góða stund betri, og góðan vinahitting að góðum minningum?


 

Hvernig væri að prófa?

Stella Artois 330 ml
stella-33-cl

Lýsing: Gullinn. Ósætur, létt meðalfylling, lítil beiskja. Korn, blómlegir humlar.

Styrkleiki: 5%

Verð í flösku: 349 kr.
Verð í dós: 319 kr.

 

Stella Artois 750 ml (hátíðarútgáfa)
saxmas2016_bottle75cl_lamlas_3da

Lýsing: Ljósgullinn. Ósætur, léttur, lítil beiskja. Korn, blómlegur.

Styrkleiki: 5%

Verð: 819 kr.

 

Stella Artois 6×330 ml fl í gjafaöskju m/glasi
gjafapakkning_stellaartois

 

Lýsing: Gullinn. Ósætur, létt meðalfylling, lítil beiskja. Korn, blómlegir humlar.

Styrkleiki: 5%

Verð: 2.590 kr.

Share Post