Massolino Langhe Nebbiolo 2018

 

 

Vinotek segir;

Massolino er eitt af þeim vínhúsum í Langhe þar sem að ný kynslóð fjölskyldunnar er að færa víngerðina yfir í nútímalegra horf án þess þó að fórna hefðunum og þeim kostum sem prýtt hafa vínin frá svæðinu um langt skeið. Fjölskyldan hefur starfrækt vínhúsið í Serralunga d’Alba frá 1896 og er nú fjórða kynslóðin, bræðurnir Franco og Roberto, tekin við stjórninni.

Dimmrautt og bjart, kirsuber og rifsber í nefinu, vínið berjaríkt og aðlaðandi, vottur af lyngi og laufum, mjúkt og aðgengilegt með ferskri sýru. 3.699 krónur. Frábær kaup. Með lambi. Með kjöti og sveppum eða sveppasósu.

Post Tags
Share Post