M. Chapoutier Cotes-du-Rhone Belleruche 2020

 

 

Vinotek segir;

Chapoutier er með fremstu framleiðendum Frakklands. Vínhúsið hefur aðsetur í bænum Tain l’Hermitage í Rhone-dalnum og þekktast er það fyrir Hermitage-vínin sín stórkostlegu. Nær allt sem frá þessu kemur er hins vegar í hæsta gæðaflokki og cotes-du-rhone vínið Belleruche er með þeim bestu í sínum flokki, slagar upp í mörg Crozes-Hermitage-vín frá betri framleiðendum. Þetta er blanda úr Grenache og Syrah, ungt og safaríkt, liturinn djúpur, út í fjólublátt. Þykkur og kryddaður rauður ávöxtur út í pipruð og sæt brómber. Silkimjúkt í munni, þykkt og kryddað. Einstaklega aðgengilegt þrátt fyrir að vera þetta ungt og mun ná flottum þroska ´a 3-5 árum. 2.899 krónur. Frábær kaup. Með lambi, með önd.

Post Tags
Share Post