Lafou El Sender 2014

 

 

Vinotek segir;

„Terra Alta er víngerðarsvæði á Spáni sem við höfum ekki séð mikið af hér á landi. Það er að finna syðst í Katalóníu, um 30 kílómetra vestur af Priorat þar sem fljótið Ebro markar skil Katalóníu og Aragón. Vínrækt er meginatvinnuvegurinn í Terra Alta og þetta er svæði þar sem Garnacha (Grenache) hefur sterka fótfesta jafnt rauða Grenache-þrúgan sem sú hvíta.

Lafou El Sender er Terra Alta-vín frá Roqueta-fjölskyldunni sem margir þekkja eflaust fyrir vínin Ramon Roqueta ræktuð á heimaslóðum Roqueta í Bages, nyrst í Katalóníu. Lafou er fyrst og fremst Garnacha-vín með smá viðbót af Syrah og Morenillo. Þetta er massíft og þykkt vín, dimmrautt út í smá byrjandi þroska. Dökkur, sætur og áfengur ávöxtur í nefinu, krækiberjasulta, þurrkuð blóm, reykur og krydd, sæt vanilla. Það er kröftugt í munni, sýrumikið og ferskt, míneralískur endir. Gefið tíma til að opna sig.“

Post Tags
Share Post