Crin Roja Cabernet Sauvignon Syrah Roble 2016

3,5star

Crin Roja Sauvignon Syrah RobleVinotek segir;

Crin Roja er vínhús í Castilla-La Mancha upp á hásléttunni í hjarta Spánar. Vínin þaðan eru ódýr en yfirleitt ágætlega gerð miðað við verð eins og þetta rauðvín úr frönsku þrúgunum Cabernet Sauvignon og Syrah. Það er ungt eins og rauðfjólublár liturinn ber með sér, angan berjamikil, bláber og sólber, örlítið kryddað, eikin mjög mild og væg, í munni nokkuð bjartur og hreinn berjasafi, tannískt. Prýðilegasta matarvín. 1.599 krónur. Með grilluðu kjöti. Hálf auka stjarna fyrir hlutfall verðs og gæða.

Share Post