Glen Carlou Gran Classique 2012

Vinotek segir;

Grand Classique er vín frá suður-afríska vínhúsinu Glen Carlou, kokteill úr fimm þrúgum, Cabernet Sauvignon, Merlot, Malbec, Petit Verdot og Cabernet Franc. Allar þessar þrúgur eiga það sameiginlegt að vera upprunnar í Bordeaux í Frakklandi og mynda saman hina klassísku Bordeaux-blöndu. Þetta er fantagott vín í (sem ætti ekki að koma á óvart) stíl Médoc-svæðisins í Bordeaux. Heitur sólberjaávöxtur í nefi, plómur kaffi og vindlakassi en einnig í bakgrunninum kryddaður reykur,eins og einkennir svo oft vín Suður-Afríku. Þykkt og þétt í munni, mjúk og þroskuð tannín, langt, þétt og kryddað.

3.399 krónur. Frábær kaup. Sérpöntun. Með rauðu kjöti, gjarnan grilluðu.

Share Post