Amalaya Gran Corte 2015

Vinotek segir;

Vínhúsið Amalaya er í Salta-héraðinu nyrst í Argentínu. Þetta er hrjóstrugt og þurrt hérað og þarna er að finna þær vínekrur heimsins sem eru hvað hæst yfir sjávarmáli. Þrúgurnar sem notaðar erú í Gran Corte eru aðallega Malbec í bland við brot af Cabernet Franc og Tannat. Vínið er jólublátt, dökkt og djúpt á lit, svartur ávöxtur, sviðin eik, kaffitónar, plómur, svört kirsuber, sýrumikið, seiðandi tannín. Langt og mikið. Vín til að umhella, þróast svakalega vel eftir að það opnast.

2.899 krónur. Frábær kaup. Sérpöntun.

Share Post