Francois D’Allaines Bourgogne Pinot Noir 2020

 

 

Vínsíðurnar segja;

Þó svo að þetta sé alls ekki í fyrsta sinn sem ég smakka þetta skemmtilega vín þá er þetta, ótrúlegt en satt, í fyrsta sinn sem ég birti dóm um það. En við skulum rétt vona að þetta sé ekki í síðasta sinn því að þetta vín er afskaplega flottur fulltrúi Pinot Noir frá Búrgúndí. Francois D’Allaines er lítill framleiðandi sem kaupir ávöxtinn af ræktendum sem hann á í góðu og traustu sambandi við og er það eitt af lykilatriðum víngerðarinnar. Tunnunotkun er höfð í lágmarki, þó svo að hún sé til staðar, en markmiðið víngerðarinnar er greinilega að ávöxturinn fái að skína, sem virðist vera að takast nokkuð vel.

Vínið er fallega rúbínrautt með fölbleikan tón. Það er opið í nefi og leiðir þig beint í körfu fulla af safarrík og þroskuðum rauðum berjum eins og t.d. jarðarber, kirsuber og hindber. Eftir smástund í glasinu þá laumst upp blómlegur ilmur ásamt léttum kryddjurtum, smá tóbak og afskaplega nettum tunnukarakter í blálokin. Í munni er það svo létt og afskaplega ferskt með ljúf tannín og þennan safaríka rauða ávöxt sem var að finna í nefi.

VERÐ: 3.999 kr.

Virkilega stílhreint og vel gert Pinot Noir sem ætti að henta breiðum hóp.

Post Tags
Share Post