Cune Ribera del Duero Roble 2016

Vinotek segir;

„Cune er eitt af stóru vínhúsunum í Rioja og hefur einnig verið að teygja út angana til annarra héraða, þar á meðal til Ribera del Duero. Þetta vín er flokkað sem Roble, en það eru yngstu vínin sem ekki eru geymd eins lengi á eik og á flösku áður en þau fara í sölu. Cune Ribera del Duero er létt og ávaxtaríkt vin, mildur og rauður berjaávöxtur rifsber, kirsuber, sýrumikið ferskt og létt. Mjög góð kaup. Ágætis alhliða matarvín.“