Saint Clair Pioneer Block 20 Cash Block Sauvignon Blanc 2014
fjoraroghalf
pinoeer-block-20-2014

Vinotek segir;

Saint Clair er einn af betri framleiðendum Sauvignon Blanc á Nýja Sjálandi. Hér koma þrúgurnar af ekru sem nefnist Cash Block og er í Wairau-dalnum, annar af tveimur megindölum Marlborough og sá svalari.  Vínið hefur fölgulan lit,  í nefi eru rósir, ástaraldin og greipávöxtur áberandi, sítrus, ekki síst lime og míneralískir  tónar, í munni ferskt, þétt með mildri og þægilegri seltu. Frábært vín og þessi árgangur sýnir á sér svolítið annað andlit, aðra tóna en við eigum að venjast frá Nýja-Sjálandi. 3.499 krónur. Magnað vín, frábær kaup.

Share Post