Cune Gran Reserva 2012

Vínótek segir;

Gran Reserva-vínið frá Cune er klassískt, kröftugt og vel gert. Það er alltaf jafn magnað að fá vín sem þessi sem náð hafa fullkomnum þroska og hugsa til þess að enn eru framleiðendur sem taka það á sig að geyma vínið við kjöraðstæður í kjöllurum sínum þar til að það er tilbúið og það án þess að vínið kosti formúu. Það er kominn smá þroski í litinn, ekki þó mikill, smá brúnir tónar í röndina, vínið er aflmikið, angan er kröftug, krydd og jörð samofin ávextinum og eikinni, kaffitónar og leður farið að færa sig framarlega í prófílnum. Vínið hefur góða lengd og strúktúr.

3.499 krónur. Frábær kaup. Með nautasteik og hvers vegna ekki nautalund Wellington

Share Post