Willm Riesling 2017

Vínótek segir;

Vínhúsið Willm er á vínleiðinni eða Route du vin á milli Strassborgar og Colmar í Alsace í Frakklandi, nánar tiltekið í smábænum Barr. Willm-fjölskyldan, sem þá rak veitingahús í Barr, stofnaði víngerðina 1896 og náði fljótt undraverðum árangri í útflutningi.

Þetta er ferskt og bjart Riesling-vín, ljósgult, angan af sætum greipávexti og greipberki, gular melónur og Earl Grey-te, ferskt og þurrt í munni.

2.499 krónur. Frábær kaup. Með rækjukokteilnum.

Share Post