Cantina Povero Barbera Piemonte 2014

3,5star

PROVERO BARBERA

Vinotek segir;

Cantine Povero er vínhús Povero-fjölskyldunnar í Piemonte í norðvesturhorni Ítalíu. Fjölskyldan hafði unnið við vínrækt og víngerð um margra kynslóða skeið og stofnsetti sitt eigið fyrirtæki fyrir rúmlega hálfri öld. Barbera er ein af meginþrúgum Piemonte og myndar hérna ágætis kassavín. Ljósrauður litur, í nefinu rauð skógarber, örlítill rabarbari, svolítið „heitt“, milt og þægilegt í munni. 5.999 krónur eða sem samsvarar rétt um 1.500 krónu miðað við 75 cl flösku. Mjög góð kaup.

Share Post