Zanni Valpolicella 2014

3star

6447_valpolicella+slim

Vinotek segir;

Zanni Valpolicella er kassavín frá einu vinsælasta vínræktarsvæði Ítalíu og er meginþrúgan í þessu rauðvíni Corvina. Vínið hefur ljósleitan rauðan lit, létt og mild angan þar sem kirsuber og rauð ber eru í forgrunni, örlítið kryddað, svolítið grænt. Það er milt og létt, tannin ekki áberandi og sýra fersk. 6.699 krónur fyrir kassann eða sem samsvarar um 1.675 miðað við 75 cl flösku. Með ljósu kjöti. Ágætt að bera fram örlítið kælt.

Share Post