Blanc de Pacs 2017

Vínótek segir;

Blanc de Pacs er hvítvín gert úr lífrænt ræktuðum þrúgum af ekrum Cusine-fjölskyldunnar í Pénedes í Katalóníu. Þetta er blanda úr þremur staðbundnum þrúgum, Parellada, Xarello og Macabeo sem einnig eru notaðar í Cava-vín svæðisins.

Blanc de Pacs breytist nokkuð í stílnum milli árganga, hann er mýkri og sítrusríkari, vínið er fölgult og í nefinu má finna límónu, sítrónu og sítrónubörk,hvít blóm og rósir, vínið er mjög ferskt, með þægilegri, mildri sýru, létt og lipur, míneralískt.

1.999 krónur. Frábær kaup. Með bleikju eða skelfiski, hvítum fiski með sítrónu.

Share Post