Alphart Pinot Noir Reserve 2017

 

 

Víngarðurinn segir;

„Hið frábæra Chardonnay Tegelsteiner frá Alphart er vín sem sannarlega á heima á jólaborðinu og það er rétt að minna á þetta Pinot Noir frá sömu víngerð, sem á fullt erindi á þetta sama jólaborð.

Einsog ég minntist á þá hefur vegur austurrískra vína farið vaxandi síðustu þrjá áratugi og gæðalega sé geta vínin þaðan keppt við hvaða vín sem er. Þeir eiga í fórum sínum frábærar staðbundnar þrúgur einsog Grüner Veltliner og hinar rauðu St. Laurent og Blaufränkisch en þarna eru líka gerð vín úr alþjóðlegum/frönskum þrúgum einsog Chardonnay og Pinot Noir.

Víngerðin Alphart er innan víngerðarsvæðisins Thermenregion, rétt suður og vestur af höfuðborginni Vín og, einsog nafnið gefur til kynna, eru þarna heitar uppsprettur einsog Íslendingar kannast vel við.

Þessi Pinot Noir er meðaldjúpur og kirsuberjarauður að sjá með meðalopna angan sem býsna dæmigerð og þar er hinn rauði ávöxtur í fyrirrúmi með angan af ferskum jarðarberjum, hindberjum, sprittlegnum kirsuberjum en einnig er þarna steinefni og kínverskt 5-krydd. Það er svo meðalbragðmikið í góðu jafnvægi og frísklega sýru og afar mjúk tannín. Þarna eru svo hindber, jarðarber, 5-krydd, sprittlegin kirsuber og steinefni. Fínlegt, mjúkt og flott rauðvín sem fer best með ljósu fuglakjöti, feitum fiski og mildustu villibráðinni. Verð kr. 4.499.- Góð kaup.“

Post Tags
Share Post