Adobe Reserva Syrah 2016

Vinotek segir;

Vínhúsið Emiliana í Chile sem að framleiðir Adobe-línuna er einn stærsti framleiðandi lífrænna vína í heiminum og þar er að auki stundaður lífefldur eða “biodynamic” landbúnaður.

Syrah er þrúga sem alltaf er að koma betur og betur í ljós hversu vel hentar aðstæðum í Chile. Þetta rauðvín er gert úr þrúgum frá Rapel sem er stórsvæði er nær til Colchagua og Calchapoal í miðdalnum suður af Santiago.

Dimmrautt álit, kryddaður ávöxtur í nefi, plómur og sólber, svolitið piprað, ágætlega mjúkt og þægilegt en enn nokkuð ungt. Leyfið því að anda í smá stund.

1.999 krónur. Frábær kaup, Mjög gott vín í þeim verðflokki. Með grilluðu kjöti

Share Post