Glen Carlou Syrah 2013

Vinotek segir;

„Syrah er kannski ekki sú þrúga sem algengast er að sjá frá Suður-Afríku en þau mættu sko alveg vera fleiri ef þau væru í sama klassa og þetta Syrah-vín frá Glen Carlou í Paarl. Þetta er að verða fimm ára gamalt vín en liturinn er enn djúpur og massívur, angan vínsins kröftug, fókuseruð, svört ber í bland við dökkbrenndar kaffibraunir, sedrusvið og þurrkuð krydd, margslungið í munni, flottur, aflmikill tannískur strúktur, langt og þétt.

Sérpöntun á vef Vínbúðanna.“

Share Post