Adobe Reserva Carmenere 2014

4star

adobe-carmenere-2011-sc

Vinotek segir;

Adobe-vínin eru lífrænt ræktuð vín frá vínhúsinu Emiliana í Chile. Þetta er ungt vín, dökkt, stamt og kröftugt, dökkrauður ávöxtur, kirsuber, kaffitónar, viður, tannískt. Þetta er vín sem er flott núna en „líður“ fyrir hvað það er ungt, þetta er vín sem mun blómstra hvað mest eftir um 1-2 ár, það höfum við sannreynt með því að geyma flösku og flösku. Stundum væri gott ef allir myndu taka sér Rioja til fyrirmyndar og geyma vínin fyrir nokkur neytendur þar til að þau ná kjörþroska. Fyrir þá sem ekki hafa þolinmæði til að bíða í 1-2 ár er fínt að umhella því. 1.999 krónur. Frábær kaup, mikið vín fyrir peninginn. En munið að umhella.

Share Post