Michel Lynch Réserve 2013

4star

mlreserve

Vinotek segir;

Michel Lynch eru vín sem framleidd eru af Cazes-fjölskyldunni sem er ein af rótgrónu vínfjölskyldunum í Bordeaux. Þekktasta vínhús þeirra er Chateau Lynch Bages á Bages-hæðinni í Pauillac sem einnig er kennt við Thomas-Michel Lynch, sem stofnaði vínhúsið á nítjándu öld ásamt vínhúsum sem í dag eru þekkt undir nöfnunum Lynch-Moussas og Dauzac. Réserve-vínið er gert úr þrúgum af Médoc-skaganum, blanda af Cabernet Sauvignon og Merlot nokkurn veginn til helminga.  Ungt yfirbragð, þéttur, fjólublár litur. Klassísk Bordeaux-angan, sólber, viður, smá reykur og kaffitónar, míneralískt, í munni kröftugt, nokkuð tannískt, hefur mjög gott af því að standa í smá stund. Vín sem þarf góðan mat með, reynið t.d. með önd. 2.499 krónur. Frábær kaup.

Share Post