Adobe Merlot Reserva
Vínotek segir;
Adobe-vínin eru frá vínhúsinu Emiliana í Chile sem er í fremstu röð þeirra vínhúsa sem sérhæfa sig í lífrænt ræktuðum vínum og í þessu tilviki líka Vegan. Þetta Merlot-vín hefur ungt og dökkt yfirbragð, nokkuð skarpur berjaávöxtur í nefi, krækiber, bláber, súkkulaði, kryddað, tannín láta alveg finna fyrir sér, sýrumikið. Gefið smá tíma til að opnast. 2.199 krónur. Mjög góð kaup. Með grilluðum kjúkling.