Adobe Chardonnay Reserva 2017

Vinotek segir;

Chilenska vínhúsið Santa Emiliana sem á heiðurinn af Adobe-vínunum er einn helsti framleiðandi vína úr lífrænt ræktuðum þrúgum í heiminum. Hér eru það Chardonnay-þrúgur frá Casablanca-dalnum norður af Santiago þar sem svalt loft skríður inn dalinn á nóttunni, kælir niður eftir sjóðheitan daginn og gerir þannig kjöraðstæður fyrir ræktun á hvítum þrúgum. Vínið er ljósgult á lit, fersk og þægileg angan, sítrus og gular, þroskaðar melónur ríkjandi, milt, ferskt og aðgengilegt.

1.999 krónur. Mjög góð kaup. Fínasta sumarvín fyrir sólríka daga á pallinum.

Share Post