Adobe Chardonnay Reserva 2020

 

 

Vinotek segir;
Adobe-vínin frá chilenska vínhúsinu Emiliana eru öll lífrænt ræktuð og hvítvínin eru yfirleitt með þeim fyrstu sem að við fáum af nýjum árgangi, enda er uppskeran í Chile í byrjun árs þegar haustið fer að ganga þar í garð. Þetta er ungt og ferskt hvítvín, ávöxturinn í nefinu suðrænn, ferskjur og sítrus, ekki síst sítróna og sætur greipávöxtur. Þarna er líka þroskuð kantalópumelóna og vottur af ananas, kryddvottur. Þurrt með ferskri sýru. 2.199 krónur. Frábær kaup. Með sushi, með austurlenskum mat.

Post Tags
Share Post