La Chamiza býlið
Uppruna La Chamiza er að finna í pólo heiminum og ber býlið þess vegna með sér anda þessarar íþróttar sem er svo mikilvæg í Argentínu.
Karakter, sérkenni, afburðargæði og hefð pólósins í Argentínu veitti La Chamiza býlinu innblástur til að þróa línur af gæða Premium vínum sem tengjast raunverulegum kjarna pólósins.
Saman eru póló og Malbec sendiherrar mestu gæða í heiminum.
Argentína – Mekka pólósins
Upphaf pólósins í Argentínu má rekja til ársins 1890 þegar Englendingar kynntu til sögunnar fyrstu hreinræktuðu hestana. Argentínubúar ættleiddu leikinn fljótlega þar sem að kúrekahefðin og sveitalífið þar í landi kröfðust mikillar handlagni á hestum.
Póló er ekki bara hefðbundin íþrótt. Tign leiksins í bland við handlagnina sem hann krefst, breytir honum í (glamúr) lífsstíl.
Víngarðar/Vínekrur
Í Argentínu er vín mikilvæg menningarleg arfleið sem í dag er hluti af sjálfsmynd landsins sem framleiðandi, neytandi og útflytjandi. Meira en 400 ára saga styður hefðina sem sameinar nýja og gamla vínheiminn.
Uco dalurinn, sem er staðsettur u.þ.b. 100 km suðvestur af borginni Mendoza hefur á undanförnum árum breyst í eitt aðalframleiðslusvæði Premium vína í Mendoza.
Sambland af hárri staðsetningu, meginlandsveðri, lágri frjósemi jarðvegarins, hreins vatns sem kemur beint frá Andes fjöllum, sólríki og hitamunar dags og nætur eru allt eiginleikar sem einkenna gæði vínberjanna.
La Chamiza býlið
- 150 hektarar í Tupungatom, Uco dalnum
- 15 ára gamlar vínekrur
- 1142 metrar yfir sjávarmáli
Magdalena Viani er, helsti víngerðarmaður La Chamiza vínanna. Vínberjauppskeran, erfiði hennar og skuldbinding gerðu hana að andliti og aðal víngerðarmanni La Chamiza vínanna árið 2016.
Hvernig væri að prófa?
Bragðlýsing: Rúbínrautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Trönuber, bláber.
Styrkleiki: 12,5% vol
Land: Argentína
Þrúga: Malbec
Verð: 1.899 kr.
Passar með: Þetta vín hentar með flestum mat. Þetta eru nokkuð bragðmikið og gott með pastaréttum, pizzum, rauðu kjöti og ostum.
La Chamiza Malbec Polo Legends blár miði
Bragðlýsing: Fjólurautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Brómber, kirsuber, laufkrydd.
Styrkleiki: 13,5% vol
Land: Argentína
Hérað: Mendoza
Upprunastaður: Mendoza
Verð: 2.499 kr.
Passar með: Þetta vín hentar með flestum mat. Þetta eru nokkuð bragðmikið og gott með með rauðu kjöti og ostum