Viskíkakó

Fyrir 2-3 bolla

Hráefni

500 ml nýmjólk

3 msk. Cadbury bökunarkakó

2 msk. púðursykur

100 g suðusúkkulaði

½ tsk. salt

1 tsk. vanilludropar

100 ml Famous Grouse viskí

300 ml léttþeyttur rjómi

Karamellusósa (þykk íssósa)

Súkkulaðispænir

Aðferð

Setjið mjólk og bökunarkakó í pott og pískið saman.

Bætið púðursykri, súkkulaði og salti saman við og hrærið á meðalháum hita þar til súkkulaðið er bráðið, hitið að suðu rétt í lokin til að fá góðan hita í drykkinn og takið af hellunni.

Bætið vanilluropum og viskí saman við, hrærið vel saman og skiptið niður í glösin.

Toppið með þeyttum rjóma, karamellusósu og smá súkkulaðispæni.

Uppskrift Gotteri.is