Moscow Mule með ferskum ávöxtum

Klassíska uppskriftin af Moscow Mule inniheldur vodka, engiferbjór og lime safa og er venjan að bera drykkinn fram í koparbolla en þannig helst drykkurinn kaldur lengur.

En auðvitað er líka hægt að blanda drykkinn og bera hann fram í venjulegu glasi fyrir ykkur sem eigið ekki til koparbolla.

Við tókum saman fjórar geggjaðar uppskriftir af Moscow Mule með smá tvisti frá þeirri klassísku, fyrir ykkur sem langar að prófa eitthvað nýtt!

 

Ananas Moscow Mule

 

Ananas MM (1)

 

Hráefni:

5 cl Russian Standard Vodka

3 cl limesafi

3 cl ananassafi

9 cl engiferbjór

3 dropar af Angostora bitter (má sleppa)

Klaki

Mynta

Ananassneið

 

Aðferð:

Fyllið glasið með klaka og kreistið limesafa ofan í glasið.

Hellið vodka og ananassafa út í glasið og hrærið.

Fyllið upp með engiferbjór/öl, skvettið þremur dropum af Angostora bitter út í glasið og skreytið með myntu og ananassneið.

 

 

 

Grape Moscow Mule

 

Grape MM (1)

 

Hráefni:

4 cl Russian Standard Vodka

9 cl ferskur grape safi

9 cl engiferbjór

Grapesneið til skrauts

Aðferð:

Fyllið glasið með klaka og kreistið grapesafa ofan í glasið.

Hellið vodka út í glasið og hrærið.

Fyllið upp með engiferbjór/öl og skreytið með grapesneið.

 

 

Epla Moscow Mule

 

Epla MM

Hráefni:

3 cl Russian Standard Vodka

10 cl eplasíder

9 cl engiferbjór

Eplasneið

Limesneið

Mynta

Aðferð:

Fyllið glasið með klaka.

Hellið vodka og eplasíder út í glasið og hrærið.

Fyllið upp með engiferbjór/öl og skreytið með eplasneið, myntu og limesneið.

Hindberja Moscow Mule

 

Rifsberja MM (1)

 

Hráefni:

5 cl Russian Standard Vodka

3 cl limesafi

9 cl engiferbjór

1 tsk sykur

Klaki

125 g fersk hindber

Limesneið

Mynta

Aðferð:

Fyllið glasið með klaka og kreistið limesafa ofan í glasið.

Hellið vodka út í glasið og setjið svo sykurinn og hindberin út í glasið og hrærið.

Fyllið upp með engiferbjór/öl, skreytið með myntu og limesneið.