Melónu margaríta

Háefni

Vatnsmelóna, 100 g

Mynta, 2-3 lauf

Tequila, 3 cl

Cointreau, 3 cl

Ferskur lime safi, 1,5 cl

Vatnsmelónu sykursíróp*, 1,5 cl / Má vera venjulegt

Flögusalt ef vill

Aðferð

Fræhreinsið melónu og setjið í kokteilhristara ásamt myntulaufum. Stappið melónuna vel til þess að ná vökvanum úr og bætið þá tequila, Cointreau, lime safa og vatnsmelónu sykursírópi saman við.

Bætið klökum út í og hristið vel.

Vætið glasbrúnina með límónusafa og dýfið í flögusalt.

Síið drykkinn í glasið og skreytið með lime sneið og myntu.

Vatnsmelónu sykursíróp

Hráefni

Vatnsmelóna, 100 g

Sykur, 1 dl

Aðfgerð

Fræhreinsið melónuna.Setjið í lítinn pott ásamt sykur og stillið á miðlungshita.

Kremjið melónuna með kartöflustappara eða öðru álíka tóli til þess að ná vökvanum úr vatnsmelónunni og hitið í nokkrar mín þar til sykurinn er bráðnaður. Hrærið reglulega.

Hellið í gegnum fínt sigti og þrýstið á melónuna til þess að ná sem mestum vökva út. Látið kólna smá og geymið svo í íláti með loki kæli í allt að 2 vikur.

Uppskrift: Matur & Myndir

Share Post