Brómberjagin

Hráefni

Klakar

60 ml gin, við notuðum Roku Gin

25 ml sítrónusafi, nýkreistur

2 tsk. sykursíróp

2 tsk. Créme de cassis, eða annar sambærilegur berjalíkjör

brómber til skrauts 

Aðferð

Fyllið kokteilhristara með klökum og setjið í hann gin, sítrónusafa og sykursíróp. Hristið í u.þ.b. 1 mínútu. Fyllið glasið af klökum og hellið drykknum í glasið í gegnum sigti. Hellið líkjörnum í glasið og skreytið með brómberjum. 

 

Uppskrift og mynd: Gestgjafinn

Share Post