Svalandi hvítvín

Það mætti kalla ákveðin hvítvín “svaladrykki” af því maður fer út á svalir í veðurblíðunni til að njóta þeirra, fyrir utan að þau eru fullkomlega til þess fallin að svala þorstanum þegar hitnar í veðri.

Létt og sýrumikil hvítvín eru kjörinn svaladrykkur, ekki síst af því þau þola vel mikla kælingu án þess að það komi um of niður á bragðinu. Riesling, Chardonnay, Pinot Grigio (sem ekki má rugla saman við Pinot Gris í þessu samhengi) og Sauvignon Blanc eru allt saman vín sem á að skella í kælifötu með klakavatni ef þú ætlar að njóta þeirra utandyra í hitanum – það kælir flöskuna miklu betur en ísmolar einir og sér.

 

Hérna eru nokkrar svalandi hvítvínstegundir í miklu uppáhaldi hjá okkur sem við mælum með að þið prófið um helgina.

 

Schmetterling Riesling 1.499 kr.

 

Riesling 75 cl

 

Ferskt hvítvín frá Þýsklandi. Fölgult. Hálfsætt, létt fylling, fersk sýra. Epli, pera. Frábært sumarvín. Prófið með austurlenskum mat.

 

Crin Roja Macabeo 1.549 kr.

 

crin roja macabeo

 

Létt og skemmtilegt vín frá Spáni. Fölgult. Létt fylling, ósætt, mild sýra. Sítrus, græn epli, pera, hvít blóm. Prófið með grænmetispasta.

 

Canepa Sauvignon Blanc 1.599 kr.

 

classico sauvignon blanc

 

Suðrænt og svalandi hvítvín frá Chile. Fölsítrónugult. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Sítrus, epli, ananas. Prófið með skelfisk.

 

Lamberti Pinot Grigio 1.799 kr.

 

pinot grigio

 

Yndislegt hvítvín frá Ítalíu. Föllímónugrænt. Ósætt, létt fylling, fersk sýra. Grænjaxlar, epli, steinefni. Prófið með pizzu með skinku og ananas.

 

Clacson Sauvignon Blanc 1.999 kr.

 

clacson sauvignon blanc

 

Ný vara í Vínbúðinni frá Frakklandi. Ljóssítrónugult. Meðalfylling, ósætt, sýruríkt. Sítrus, sólberjalauf, ljós ávöxtur. Prófið með ofnbökuðum þoski með rjómasósu og bræddum osti.

 

Pares Balta Blanc De Pacs 1.999 kr.

 

blanc de pac

 

Lífrænt hvítvín frá Catalóníu á Spáni. Ljóssítrónugult. Létt fylling, ósætt, fersk sýra. Sítrus, apríkósa, apríkósusteinn. Prófið með ljúffengum kjúklingi og grænmeti.

Share Post