Hugmynd fyrir Valentínusardag
Valentínusardagurinn, er haldinn 14. febrúar ár hvert og lendir hann í ár á þriðjudegi. Valentínusardagurinn er ekki nýr af nálinni hér á landi en í frétt Morgunblaðsins frá árinu 1958 sagði að sérstakir blómavendir væru til sölu í blómabúðum á þessum degi ástarinnar. Dagurinn veitir fólki kjörið tækifæri til að brjóta upp á hversdagsleikann og dekra aðeins við makann með ást og hlýju.
Nú þegar dagurinn lendir á þriðjudegi getur verið ágætt að taka forskot á sæluna og gera eitthvað alveg sérstakt um helgina.
Sagt er að leiðin að hjarta fólks sé í gengum magann og munum við á engan hátt mótmæla þeirri staðhæfingu. Upplagt væri að vera með rómantískan bröns um helgina og bera fram amerískar pönnukökur með jarðarberjum, skola því niður með ljúffengum freyðivínskokteil og kveikja á fullt af kertum til að lýsa upp morgunskammdegið.
Freyðvínskokteill – La Ferrari
Hráefni: (fyrir einn drykk)
2,5 cl Mickey Finn Strawberry líkjör
1,5 cl Lamberti Prosecco freyðivín
25 g fersk jarðarber
Aðferð:
- Skerið jarðarberin niður smátt og setjið þau í botninn á freyðivínsglasinu.
- Hellið Mickey Finn líkjörnum og freyðivíninu út í glasið.
Í kvöldmat mælum við með Coq au Vin í aðalrétt sem er kraftmikill kjúklingaréttur eldaður í rauðvíni, ekta vetrarmáltíð! Fullkomnaðu kvöldið með eftirrétti og þar sem Coq au Vin er franskt liggur beinast við að vera með franska súkkulaðiköku.
Eftir mat er nauðsynlegt að leggjast aðeins á meltuna, horfa á rómantíska gamanmynd og slappa af. Þegar líða fer á kvöldið og þörfin eftir snarli eykst getur verið gott að grípa í gæðasúkkulaði eða gómsæta osta. Hægt er að sjá hugmyndir að ostabakka hér og vínpörun við hvern ost hér.
Með dökka súkkulaðinu mælum við til dæmis með góðum Syrah frá Nýja Heiminum. Adobe Rerserva Syrah, lífræna vínið frá Chile kemur til dæmis vel til greina, þétt fylling, dökk ber og minta í bragði sem vegur vel á móti dökku súkkulaði. Fyrir þá sem eru hrifnari af hvítu súkkulaði ættu að prófa lífræna vínið Pares Balta Blanc de Pacs, blómlegt hvítvín með lágt sýrustig og létta fyllingu.