Coq au Vin

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Hráefni:
1 msk olífu olía
1 pakki beikon (120g)
kjúklingaleggir og læri (8-10 bitar)
1 stór laukur
2 meðalstórar gulrætur
2 hvítlauksgeirar
½ bolli vískí eða brandý
½ rauðvínsflaska
1 bolli kjúklingasoð (1/2 teningur og heitt vatn)
4-5 rósmaríngreinar
1 msk smjör
1 msk hveiti
250g sveppir
salt og pipar

Aðferð:

Stillið ofninn á 120°C.

Finnið til stóran pott með loki sem má fara inní ofn.

Skerið beikon í bita og steikið í 8-10 mínútur á miðlungshita með olíu. Þegar beikonið er orðið stökkt og tilbúið færið það yfir á disk með pappír undir.

Saltið og piprið kjúklingabitana og steikið þá í sama potti og beikonið. Þið eruð ekki að elda kjúklinginn í gegn heldur bara að brúna bitana.

Steikið nokkra í einu og færið þá yfir diskinn með beikoninu.

Skerið laukinn og gulræturnar í miðlungsstóra bita og setjið í pottinn góða, saltið og piprið og steikið í 10 mínútur. Bætið hvítlauknum útí á síðustu mínútunni.

Bættu vískí útí og nuddið botninn á pönnunni og skrapið allt það “brennda” í botninum sem er fullt af krafti og bragði.

Setjið nú kjúklinginn og beikonið aftur í pottinn, hellið hálfri rauðvínsflösku útí pottinn, bætið svo kjúklingasoðinu og rósmaríngreinum útí.

Þegar suða myndast, setjið pottinn með lokinu inní ofn í 40 mínútur.

Þegar 40 mínútur eru liðnar takið pottinn út, blandið bræddu smjöri og hveiti í lítið glas og setjið ofan í pottinn til að þykkja sósuna. Skerið sveppina í nokkra bita og bættu þeim ofan í.

Hrærðu aðeins saman og settu aftur inní ofn í aðrar 10-15 mínútur ekki með lokið á.

Berið fram með kartöflumús og brauði.

Vinó mælir með Ramon Roqueta Reserva með þessum rétt.

 

Share Post