Hugmynd fyrir kósýkvöldið

Nú þegar vetur konungur stendur sem hæst, með rigningu, slyddu eða snjókomu, jafnvel allt á sama degi, er nauðsynlegt að hafa það notalegt heima. Til að kvöldið fari á sem besta veg getur verið gott að skipuleggja það örlítið fyrirfram. Ákveða stemninguna og hvað eigi að gera um kvöldið.

Eldið mat

Gefið ykkur rúman tíma í að elda góðan mat sem yljar um hjartarætur. Til dæmis ljúffengt Sveppa risotto. Mat sem vekur jafnvel upp gamlar og góðar minningar eða eftirminnilegustu máltíðina úr síðustu utanlandsferð.

 

Takið því rólega

Þegar matarstússið er af lokið skal taka því rólega. Slökkva á raftækjum, fjarlægja snjallsíma, (stærsta áskorunin) dimma ljósin og kveikja á kertum.

Kvöldsnarlið getur svo sannarlega fullkomnað kósýkvöldið með ljúffengum ostum og góðu víni. Við mælum með að kaupa gott úrval af mismunandi gæðaostum eftir smekk; góðum hvítmygluosti eins og Ljúfling, Gorganzola gráðaost, geitaost og harðan ost; parmesan eða Primadonna Maturo í rauðu pakkningunum. Fáðu þér það sem þér finnst gott en prófaðu kannski einn eða tvo sem þú hefur ekki áður smakkað, þeir gætu komið á óvart.

Meðlæti með ostunum er auðvitað nauðsynlegt. Það er óþarfi að leita út fyrir klassíkina þar; vínber, sultur, hnetur, kex, hunang, ólífur, fíkjur, jafnvel smápylsur, chorizo, salami eða hráskinka, þetta sómar sér allt vel með ostunum.

Hægt er að sjá leiðbeiningar að því hvernig setja á saman ostabakka hjá Mörtu á Femme.is hérna

 

Vínin skipta líka miklu máli og mælum við Vicar‘s Choice Sauvignon Blanc, frískandi og sýruríkt hvítvín úr þrúgunni Sauvignon Blanc frá Nýja- Sjálandi. Fer einstaklega vel með ferskum geitaostum og einnig vel með mörgum hvít-og rauðmygluostum. Rauðvín frá Frakklandi, Ítalíu og Spáni bjóða allflesta osta velkomna. Með hvítmygluostum og hörðum ostum er til dæmis mjög gott að drekka rauðvín frá Bordeaux eða vín úr Tempranillo frá Rioja á Spáni. Við mælum með nýju víni frá Bordeaux, Michel Lynch Reserve Medoc, sem hefur hlotið frábæra dóma hjá vínsérfræðingum landsins. Cune Rioja Reserva stendur líka alltaf fyrir sínu og alveg óhætt að mæla með því með ostabakkanum.

Vicar‘s Choice Sauvignon Blanc

VC sauvignon blanc 2014

Michel Lynch Réserve Médoc 2014

mlreserve

Cune Rioja Reserva

CUNE-RESERVA-1200x1793

Fyrir ykkur sem hafið áhuga á að para ákveðin vín með einstökum ostum, mælum við með lestri á ostagreininni sem við birtum á síðunni okkar, síðastliðið haust.

Njótið.

Share Post