Granatepla og rósmarín Fizz 

Hráefni

5 cl Cointreau

2 cl ferskur límónusafi (1/2 lime)

10 cl sódavatn

Ein lúka af granatepla-fræjum

Ferskt rósmarín

Aðferð

Kremjið um hálfa lúku af granateplum í botninn á glasinu, fyllið svo glasið af klaka. Bætið við Cointreau og límónusafa og fyllið glasið með sódavatni. Skreytið með heilum granatfræjum og rósmarín grein.