Vín með rjúpu

     

 

Villibráð er listagóður matur, ekki síst sú íslenska, og bráðskemmtilegt að para hana með víni. Rjúpan er ein bragðmesta villibráðin og þar af leiðandi ekki út í bláinn að flestir velja hér rauðvín úr Shiraz-þrúgunni enda er hún er ein allra besta þrúgan til að hafa með villibráð. Shiraz-vín, til dæmis frá Ástralíu, hafa til að bera höfugan keim af sultuðum og krydduðum ávexti sem er framúrskarandi með villibráð. Góður Pinot Noir fer líka vel með rjúpunni enda er þar að finna kirsuberjanótur og krydd. Þéttur og kraftmikill Cabernet Sauvignon passar einnig vel með villibráð á borð við rjúpu, sömuleiðis með hreindýrasteikinni.

 

Vinó mælir með:

Emiliana Coyam 2012

Lýsing: Djúp plómurautt á lit. Höfugur keimur af sultuðum ávexti, rifsber, jarðarber og brómber. Aðrir tónar af kryddi eins og vanillu og lakkrís koma upp. Safaríkt vín í góðu jafnvægi, þroskuð tannín og yfirveguð sýra. Löng og góð ending. Vín sem passar fullkomlega með rjúpunni.

Verð. 3.499 kr.

Share Post