Vín með hamborgarhrygg

          
Hamborgarhryggur er samkvæmt síðustu tölum vinsælasti jólamaturinn á veisluborðum okkar Íslendinga enda kitlar hann bragðlaukana með sykri, salti og léttum reyk, allt í senn, safaríkur og mjúkur undir tönn. Það er allt saman gott og blessað en hér á ferðinni svo flókið tónverk af mismunandi bragðnótum að það er talsverð kúnst að finna rétta vínið til að para við matinn. Flestir eru sammála um að heppilegustu vínin eru annaðhvort létt, ávaxtarík og frískleg rauðvín, svosem Pinot Noir frá Nýja Sjálandi, Merlot frá Ítalíu, eða þá höfugt og þykkt hvítvín – Pinot Gris frá Frakklandi, nema hvað! Hann er sætur og þéttur með hitabeltisávexti í nefi, möndlutóna og jafnvel keim af hunangi. Smellpassar!


Vinó mælir með:

Willm Pinot Gris Réserve 2015

Fallega ljósgullið á lit með aðlaðandi ávaxtakeim í nefi. Vottur af hunangi, melónum og keimur af reyktum við kemur við sögu. Vín með mikla fyllingu og hunangskennt með ríkulegan ávöxt sem samsvarar sér frábærlega með hamborgarahryggnum.

Verð. 2.499 kr.

Share Post