Vín með hangikjöti


Leitt að segja það en þessi fyrirsögn er nánast þversögn – fyrir þá einföldu ástæðu að það er nánast ógerningur að para saman hangikjöt og vín enda er kjötið oft taðreykt, jafnvel tvíreykt, og brimsalt í þokkabót. Það er ekkert að því að vera ævintýragjarn og prófa sig áfram en mikil reynsla margra sælkera kennir þau einföldu vísindi að þetta gengur eiginlega bara ekki upp, svo ekki spandera sparivíninu í þess háttar tilraunastarfsemi. Besta ráðið er að hvíla vínin og opna dökkan bjór í staðinn, þéttan Porter eða Doppelbock, til að hafa með hangikjötinu og fyrir þá sem ekki ráða við svo dökkan og bragðmikinn bjór er rétt að hella bara gamla góða jólablandinu í könnu.

 

Vinó mælir með:

Leffe Royale Whitbread Golden Magnum

Lýsing: Rafgullinn, ósætur, mjúkur með miðlungsbeiskju. Höfugur, ristað malt, karamella, negull, þurrkaðir ávextir og grösugir humlar. Frábær bjór með hangikjötinu.

Verð: 2.399 kr.

Share Post