Kjúklinga taco með kóríander lime maríneringu og avókadósósu

Uppskrift: Karen Guðmunds

Hráefni

  • 1 pakki af kjúklingalundum
  • 1 Pakki af tortillakökum (litlar)

Marínering fyrir kjúklingalundir

  • 1 msk. olífuolía
  • 2 lime, djús úr ferskri lime + börkur af einni lime
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 msk hunang
  • 2 msk. smátt saxaður kóriander
  • Salt + pipar eftir smekk

Avókadó sósa 

  • 1 avókadó
  • 1 hvítlauksrif
  • 4 msk kóríander, smáttsaxað
  • 4 msk grískt jógúrt
  • 1 fersk lime, limesafi
  • 1 msk. tabasco sósa
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1/2 bolli vatn
  • Salt + pipar eftir smekk

Salat til að hafa með 

  • 1/2 romane salat, skorið
  • 1 bolli rauðkál
  • 1 bolli gulrætur, skornar í litlar ræmur
  • 1/2 bolli smátt saxaður blaðlaukur
  • 4 msk, smátt saxað kóríander
  • 2 lime, limedjús
  • 1 msk. hunang
  • 1 msk. ólífuolía
  • Salt eftir smekk

Aðferð 

  1. Byrjið á því að koma kjúklingalundunum fyrir í poka, mér finnst best að nota ziplock poka því það er hægt að loka þeim alveg. Einnig finnst mér best að búa til marínerínguna ofan í pokann. Setjið limesafa, limebörk, olífuolíu, hvítlauksrif, hunang, kóríander og salt og pipar ofan í pokann og hristið vel svo að maríneringin sameinist vel við kjúklinginn. Setjið inn í ísskáp í minnst klukkutíma.
  2. Í matvinnsluvél setjið avokadó, hvítlauksrif, grískt jógúrt, limesafa, tabacosósu, salt og pipar, olífuolíu og 1/2 bolla af vatni og þeytið vel saman. Ef ykkur finnst sósan ennþá vera of þykk, þá mæli ég með því að setja meira af vatni til að þynna sósuna aðeins.
  3. Skerið niður romane salat, gulrætur og blaðlauk í strimla og kóríander í stóra skál. Í minni skál, kreistið limesafa, olífuolíu, hunang ásamt salti og blandið saman. Hellið síðan yfir salatið og hrærið.
  4. Hitið grillið eða grillpönnu á miðlungsháum hita, setjið smá olíu á pönnuna áður og leyfið að hitna. Bætið síðan kjúklingalundunum á pönnuna og steikið í 4 til 5 mínútur á hvorri hlið.
  5. Berið fram með því að setja avakadó sósuna á tortillakökurnar, kjúklingin, salat og kreistið smá lime safa yfir. Til að toppa réttinn alveg, berið fram með ísköldum Coronabjór og limesneiðum.

Post Tags
Share Post