Snittur með mascapone osti og berjum

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

Súrdeigs Baguette brauð

Mascapone ostur

Hindber

Bláber

Jarðaber

Basil

Aðferð:

Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.

Skerið brauðið í sneiðar, raðið sneiðunum á ofngrind og bakið í 2 mín á hvorri hlið svo það verði létt ristað.

Smyrjið hverja sneið með frekar þykku lagi af mascapone osti.

Skerið jarðaberin niður í bita, raðið á brauðsneiðarnar ásamt bláberjum, hindberjum og basil.

Vinó mælir með Nicolas Feuillatte Brut Reserve með þessum rétt.