Hátíðar sælkerabakki

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

Ostar:

 • Prima donna mature
 • Gráðostur sem hefur legið í rauðvíni
 • Saint Albray rauðmyglu ostur
 • Gullostur
 • Ruscello ostur með furuhnetum og oreganó

Kjöt:

 • Hráskinka
 • Hangikjöt (þykk skornar sneiðar í bitum)
 • Hátíðar graflax
 • Hreindýra pate

Ávextir/Ber:

 • Mandarínur (með eða án laufa)
 • Brómber
 • Jarðaber

Laufabrauð brotið í 3-4 bita

Graflax sósa

Hindberjasulta

Rósmarín

Aðferð:

 1. Skerið kjötmetið í bitastóra bita og raðið á stóran platta eða bakka ásamt öllum öðrum hráefnum.

Vinó mælir með Ramon Roqueta Reserva með þessum rétt.