Einfalt og fljótlegt kjúklingasalat

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

1 poki veislusalat (100g)

2 kjúklingabringur

1 stórt avókadó eða 2 lítil

1/2 agúrka

1 krukka fetaostur

1/2 granatepli

Aðferð:

  1. Skolið salatið og þerrið í eldhúspappír eða salat vindu. Raðið salatinu á disk.
  2. Skerið elduðu kjúklingabringurnar niður í bita stóra bita og raðið á salatið. Ef þið notið hráar kjúklingabringur þá skeriði þær niður í bita, kryddið með uppáhalds kjúklingakryddinu ykkar og steikið þær svo þegar til bitarnir eru eldaðir í gegn.
  3. Skerið avocadóið og agúrkuna niður í bita stóra bita og raðið yfir.
  4. Setjið fetaostinn yfir salatið með olíunni.
  5. Takið fræin úr hálfu granatepli og raðið yfir salatið.

Vínó mælir með Pares Balta Blanc De Pacs með þessum rétt.