Pizza með hráskinku, ruccola, sveppum, avocadó og mosarella perlum

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

 • 250 ml volgt vatn
 • 2 msk olífu olía
 • 7 dl hveiti (ég setti 5 dl hveiti og 2 dl heilhveiti)
 • 2 tsk þurrger
 • 2 tsk salt

Álegg:

 • Pizza sósa
 • Rifinn pizza ostur
 • 8 sveppir
 • Parma skinka
 • Ruccola salat
 • Avocadó
 • Mosarella perlur
 • Pipar

Aðferð:

 1. Setjiði gerið út í vatnið og hrærið saman.
 2. Blandiði hveiti og salt saman í skál.
 3. Hellið gerblöndunni út í hveitið með hrærivélina í gangi.
 4. Bætið ólífu olíunni útí og hnoðið saman þangað til gott pizzadeig hefur myndast, það á ekki að vera of klístað en auðvelt að hnoða það.
 5. Leyfið deiginu að hefast í a.m.k 1 klst.
 6. Stillið ofninn á 240°C, skiptið deiginu í tvo hluta og fletjið deigin út.
 7. Setjið pizzusósu og pizzaost á deigið, skerið sveppina og raðið á botnana, bakið þá inn í ofni í ca. 10 mín eða þar til osturinn er byrjaður að brúnast og kantarnir á deiginu líka.
 8. Takið pizzuna út úr ofninum og raðið parmaskinku, ruccola, mosarella perlum og toppið með svörtum pipar.

Vinó mælir með Ramon Roqueta Reserva með þessum rétt.