Ítalskur kjúklingaréttur

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Hráefni:

1 pakki kjúklingabringur

1 pakki af sveppum

1 pakki af kirsuberjatómötum

Hvítlaukur

Steinselja

Hvítvín

Kjúklingakraftur

Ólífuolía

Salt & pipar

Aðferð:

Skerið niður tómatana, sveppina, hvítlaukinn og chilli-ið.
Gott er að berja kjúklingabringurnar niður með kökukefli.

Setjið ólífuolíu á pönnu á miðlungshita og steikið kjúklingabringurnar þangað til þær eru tilbúnar.
Hellið 1 dl af hvítvíni út á pönnuna og látið sjóða í nokkrar mínútur.

Takið kjúklingabringurnar til hliðar á disk.
Bætið við einni teskeið af kjúklingakrafti út á pönnuna og hrærið saman.

Steikið hvítlaukinn og chilli í hvítvíninu í nokkrar mínútur og bætið sveppunum,
tómötunum, steinseljunni og að lokum kjúklingnum.

Lokið pönnunni og látið malla saman í 10 mínútur.

Berið kúklinginn fram með kartöflumús.

Vinó mælir með Lamberti Pinot Grigio með þessum rétt.