Cointreau eftirréttur

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

  • U.þ.b. 16 stk Lady Finger kexkökur (magn fer eftir hvaða form er notað)
  • 3 egg, aðskilin í eggarauður og eggjahvítur
  • 50 g sykur
  • Kornin úr ½ vanillustöng eða 1 tsk vanilludropar
  • 250 g mascapone ostur
  • 2 krukkur kirsuberja sósa
  • ½ dl Cointreau
  • Gyllt matarglimmer

Aðferð:

  1. Aðskiljið eggin, þeytið eggjarauðurnar með sykrinum og vanilludropum þangað til blandan verður létt og ljós u.þ.b. 5 mín.
  2. Bætið mascapone ostinum út í og þeytið saman við.
  3. Í aðra skál þeytiði eggjahvíturnar þangað til topparnir verða milli stífir (ekki eins stífir og þegar verið er að gera marengs)
  4. Bætið eggjahvítunum rólega saman við með sleikju.
  5. Sigtið 1 krukku af kirsuberjasósu og setjið sósuna sjálfa í skál ásamt 2 msk af vatni. Blandið saman. Geymið kirsuberin.
  6. Bætið Cointreau út í kirsuberjasósuna og setjið í lítið ílát með flötum botni, raðið Lady Finger kexkökum ofan í formið og leyfið kaffinu að fara vel inn í kexið með því að snúa þeim.
  7. Raðið kexkökunum í botninn á skálunum sem þú ætlar að nota. Setjið helminginn af eggjablöndunni yfir. Setjið kirsuberjasósu yfir u.þ.b. 2 msk, gott að setja meira af kirsuberjum með því að nota þau sem voru sigtuð frá áðan. Setjið restina af eggjablöndunni yfir og u.þ.b. 1 msk af sósu yfir aftur.
  8. Brjótið Lady Finger kexköku gróft niður og dreifið yfir skálarnar að hluta ásamt gylltu matarglimmeri  og geymið inn í ísskáp í minnst 4 klst.

 

Share Post