Hunangs-sesam lax með Pak Choi salati og ristuðum möndlum

 

Fyrir 2

 

Hráefni

Hunangs sesam lax:

Lax, 400 g

Hunang, 1 msk

Sesamolía, 1 msk

Hvítlaukur, 1 lítið rif

Engifermauk, 0,5 tsk

Ristuð sesamfræ, 2 tsk

Pak choi salat með sesamdressingu:

Möndlur, 30 g

Sojasósa, 1,5 msk

Púðursykur, 2 msk

Ólífuolía, 2 msk

Sesamolía, 1 tsk

Hrísgrjónaedik, 2 tsk (eða lime safi)

Ristuð sesamfræ, 2 msk

Íslenskt Pak Choi, 60 g

Agúrka, 60 g

Gulrætur, 60 g

Kóríander, 5 g

Vorlaukur, 1 stk

Aðferð

  • Stillið ofn á 180°C með blæstri.
  • Grófsaxið möndlur og ristið á heitri pönnu. Setjið ristuðu möndlurnar í skál og veltið upp úr 1 msk af sojasósu. Geymið.
  • Hrærið saman hunang, sesamolíu, 1 pressað hvítlauksrif og 0,5 tsk engifermauk (eða ferskan rifinn engifer).
  • Nuddið laxinn með smá olíu og saltið aðeins. Hitið olíu á pönnu við meðalháan hita og steikið laxinn í um 2,5 mín á kjöthliðinni. Færið laxinn í olíusmurt eldfast mót og smyrjið með hunangs-sesam marineringunni. Bakið laxinn í miðjum ofni í 6-8 mín og stráið sesamfræjum yfir laxinn þegar hann kemur úr ofninum.
  • Búið til salatdressinguna með því að hæra saman púðursykur, ólífuolíu, sesamolíu, hrísgrjónaedik, 0,5 msk sojasósu og ristuð sesamfræ.
  • Grófsaxið Pak Choi, skerið agúrku í bita og/eða þunna strimla, rífið gulrót og/eða skerið í þunna strimla, saxið kóríander og sneiðið vorlauk. Setjið all grænmetið saman í skál ásamt ristuðu möndlunum og veltið upp úr salatdressingunni. Smakkið til með salti.
  • Berið fram með hrísgrjónum.

Vínó mælir með: Willm Riesling Grand Cru Kirchberg de Barr með þessum rétt.

Uppskrift: Matur & Myndir