Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Heimabökuð pizza með hráskinku, ruccola, sveppum, avocadó og mosarella perlum

Linda Ben ritar:

Hráefni

 • 250 ml volgt vatn
 • 2 msk olífu olía
 • 7 dl hveiti (ég setti 5 dl hveiti og 2 dl heilhveiti)
 • 2 tsk þurrger
 • 2 tsk salt

Álegg:

 • Pizza sósa
 • Rifinn pizza ostur
 • 8 sveppir
 • Parma skinka
 • Ruccola salat
 • Avocadó
 • Mosarella perlur
 • Pipar

Aðferð:

 1. Setjiði gerið út í vatnið og hrærið saman.
 2. Blandiði hveiti og salt saman í skál.
 3. Hellið gerblöndunni út í hveitið með hrærivélina í gangi.
 4. Bætið ólífu olíunni útí og hnoðið saman þangað til gott pizzadeig hefur myndast, það á ekki að vera of klístað en auðvelt að hnoða það.
 5. Leyfið deiginu að hefast í a.m.k 1 klst.
 6. Stillið ofninn á 240°C, skiptið deiginu í tvo hluta og fletjið deigin út.
 7. Setjið pizzusósu og pizzaost á deigið, skerið sveppina og raðið á botnana, bakið þá inn í ofni í ca. 10 mín eða þar til osturinn er byrjaður að brúnast og kantarnir á deiginu líka.
 8. Takið pizzuna út úr ofninum og raðið parmaskinku, ruccola, mosarella perlum og toppið með svörtum pipar.

 

Með þessum rétt mælir Vínó með Ramon Roqueta Reserva

 

 

Vínótek segir:

Reserva-vínið frá Ramon Roqueta hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá okkur fyrir frábært hlutfall verðs og gæða. Þetta er hræbillegt vín en engu að síður er innihaldið alvöru. Það hefur nú fengið smá andlitslyftingu, umbúðirnar nútímalegri og endurspegla betur það sem bíður í flöskunni. Vínið er gert úr Tempranillo-þrúgunni, það er dökkt á lit, út í fjólublátt og angar af krækiberjum og kirsuberjum, þroskuðum plómum og reyk. Nokkuð kröftugt, ekki síst fyrir sinn verðflokk, ágætur tannískur strúktúr.

Verð kr. 1.899.- Frábær kaup. Með grillmatnum, ekki síst rauðu kjöti.

Share Post