Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Einfalt og fljótlegt kjúklingasalat

Linda Ben ritar

Hráefni:

1 poki veislusalat (100g)

2 kjúklingabringur

1 stórt avókadó eða 2 lítil

1/2 agúrka

1 krukka fetaostur

1/2 granatepli

Aðferð:

  1. Skolið salatið og þerrið í eldhúspappír eða salat vindu. Raðið salatinu á disk.
  2. Skerið elduðu kjúklingabringurnar niður í bita stóra bita og raðið á salatið. Ef þið notið hráar kjúklingabringur þá skeriði þær niður í bita, kryddið með uppáhalds kjúklingakryddinu ykkar og steikið þær svo þegar til bitarnir eru eldaðir í gegn.
  3. Skerið avocadóið og agúrkuna niður í bita stóra bita og raðið yfir.
  4. Setjið fetaostinn yfir salatið með olíunni.
  5. Takið fræin úr hálfu granatepli og raðið yfir salatið.

Með þessu sumarlega salati mælir Víno með Pares Balta Blanc

Vinotek segir;

Pacs er lítið þorp í Katalóníu nánar tiltekið í Pénedes, suður af Barcelona. Þetta er samt varla þorp, meira húsaþyrping. Þarna í grennd er að finna flest þekktustu vínhús Pénedes og í Pacs býr Cusine-fjölskyldan sem rekur hið lífræna vínhús Pares Balta og framleiðir nokkur af bestu vínum Katalóníu. Blanc de Pacs er lífrænt ræktað vín líkt og önnur frá Pares Balta, þetta er hvítvín úr þrúgunum Parellada, Macabeo (sem líka er þekkt undir nafninu Viura) og Xarello en það eru jafnframt þær þrúgur sem alla jafna eru notaðar í Cava-freyðivínin, sem einmitt koma frá þessu svæði. Ljóst og fölt á lit, arómatísk angan, blóm, þurrkaðir ávextir, áberandi þroskuð gul epli og perur, létt, milt og þægilegt.

1999 krónur. Góð kaup.

 

Share Post