Nauta burrito

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

  • 1 ½ dl brún hrísgrjón
  • ½ rauðlaukur
  • 1 rauð paprika
  • 250 g nautahakk
  • 2 msk taco kryddblanda
  • ¼-½ tsk þurrkað chillí, ef þú vilt hafa burritóinn sterkan, annars má sleppa.
  • 1 dós svartar baunir
  • 1 dós niðursoðnir tómatar, skornir niður
  • Rifinn ostur
  • 4 Mission vefjur, stórar
  • Guacamole
  • Ferskt kóríander

Aðferð:

  • Byrjað er á því að sjóða hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum.
  • Skera svo laukinn smátt niður og steikja hann á heitri pönnu með olíu. Næst er paprikan skorin niður og steikt örlítið með lauknum. Hakkinu er svo skellt á pönnuna líka með 2 msk af taco kryddblöndu. Hakkið er steikt í gegn, svo er baununum og tómötunum bætt líka út á pönnuna, öllu hrært saman og soðið í nokkrar mín saman þar til mest allur vökvinn hefur gufað upp.
  • Setjið 2 msk af hrísgrjónum á hverja vefju og skiptið svo hakkblöndunni á milli vefjanna og  setið pizza ost yfir, gott að setja líka svolítið af fersku kóríander. Vefjið vefjunum upp, fyrst meðfram hliðunum og svo endana báða upp og í miðju. Það getur verið gott að raða burritóunum í eldfast mót, með opnanlegu hliðina niður og bera þannig fram á borðið.