Klassískt Sesarsalat
Fyrir fjóra
Hráefni
4 kjúklingabringur frá Rose Poultry
½ dl Caj P grillolía með hvítlauk
Salt & pipar eftir smekk
Romain salat eftir smekk (má nota annað salat)
1 dl rifinn parmesan ostur (meira til að bera fram með)
Heimatilbúnir brauðteningar
4-5 súrdeigsbrauðsneiðar
Krydd: ½ tsk oregano, ½ tsk hvítlauksduft, ¼ tsk salt, ¼ tsk pipar, ¼ tsk laukduft
1 tsk fersk steinselja, söxuð
½ dl ólífuolía
2-3 msk parmesan
Sósa (mælum með að gera tvöfaldan skammt)
2 dl Heinz majónes
1 tsk hvítlauksduft (eða ferskt hvítlauksrif)
Krydd: ½ tsk laukduft, ¼ tsk salt, ¼ tsk pipar
2 msk safi úr sítrónu
1 tsk dijon sinnep
½ tsk Heinz Worcestershire sósa
1 msk vatn
1 dl parmesan ostur
Aðferð
Hreinsið kjúklinginn og blandið saman við Caj p grillolíu, salt og pipar.
Bakið í ofni við 190°C í 40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er bakaður í gegn og mjúkur. Einnig er mjög gott að grilla hann.
Á meðan kjúklingurinn bakast þá er gott að útbúa brauðteningana og sósuna. Byrjið á því að skera brauðsneiðarnar í teninga.Blandið brauðteningunum vandlega saman við ólífuolíu, krydd, steinselju og parmesan ost.
Dreifið teningunum á bökunarplötu sem þakin er bökunarpappír og bakið í 10 mínútur við 190° eða þar til brauðið er orðið gyllt og stökkt. Kælið.
Blandið öllum hráefnunum saman í sósuna.
Skerið salatið í strimla eftir smekk og dreifið í skál. Skerið því næst kjúklinginn í sneiðar og dreifið yfir ásamt brauðteningum, sósunni og parmesan osti. Njótið vel.