Espresso Súkkulaði Martini

Uppskrift dugar í 2 glös

Hráefni

100 ml Tobago Gold súkkulaði/romm líkjör

60 ml vodka

120 ml espresso kaffi kalt

1 tsk. hlynsýróp

1 lúka af klökum

Aðferð

Setjið allt í hristara og hristið vel þar til froða myndast í hristaranum.

Hellið í gegnum sigti/sigtappa á hristaranum í tvö glös.

Skreytið með því að sigta smá bökunarkakó yfir og nokkrum kaffibaunum.

 

Uppskrift: Gotteri

Share Post